'Marie-Victorin' er Kordesii blendingur í kanadísku Explorer-seríunni, eins og rósin 'Champlain'. Blómin eru fallega bleik, með laxableikum knúppum. Ég man ekki hversu ilmsterk hún er, en minnir að það hafi verið einhver ilmur. Ég keypti plöntuna í gegnum rósaklúbb GÍ vorið 2017. Hún blómstraði mjög seint það ár, í september, svo hún náði ekki alveg að sýna hvað í henni býr. En það sem hún stal senunni í fyrrasumar. Þar sem hún er í rósabeðinu með dekurrósunum, þá nýtur hún góðs af vetrarskjólinu undir akrýldúknum, svo ég veit ekki hvernig hún stæði sig án vetrarskýlis. Hún á að vera nokkuð harðgerð skv. erlendum harðgerðiskvörðum, USDA zone 3 og H6 á skandínavíska skalanum.
top of page
Asplenium
Asplenium er ættkvísl um 700 burknategunda í Aspleniaceae ættinni og er af flestum grasafræðingum talin eina ættkvísl ættarinnar. Þetta er breytileg ættkvísl með nokkrum undirflokkum, sem stundum eru flokkaðar sem sér ættkvíslir.
Gardening
in Iceland
bottom of page