'Buff Beauty' er moskusrósarblendingur sem er nokkuð frábrugðinn öðrum rósum í þeim flokki, sem ég hef prófað. Þær hafa allar lítil blóm í margblóma klösum, einföld eða fyllt, en blómin á 'Buff Beauty' eru töluvert stærri. Þau eru óskaplega falleg á litinn, knúpparnir eru dökk ferskjubleikir og blómin lýsast eftir því sem þau eldast og verða að lokum rjómahvít. Hún er viðkvæm og þarf mjög góðan stað til að ná að blómstra og vetrarskýli. Hún blómstraði mjög vel sumarið 2008, sem var með eindæmum hlýtt og sólríkt, hér á suðvestur horninu a.m.k. og sýndi þá hversu stórkostlega falleg hún er. Hún drapst á fyrsta vetri eftir flutning.
top of page
Asplenium
Asplenium er ættkvísl um 700 burknategunda í Aspleniaceae ættinni og er af flestum grasafræðingum talin eina ættkvísl ættarinnar. Þetta er breytileg ættkvísl með nokkrum undirflokkum, sem stundum eru flokkaðar sem sér ættkvíslir.
Gardening
in Iceland
bottom of page