Hæðarós er mjög stórvaxin runnarós sem getur náð 3 m hæð á skömmum tíma. Ég átti hana í gamla garðinum og hún óx ótrúlega hratt, ársvöxturinn eitt sumarið var örugglega 1,5 m. Hún blómstrar mjög fallega bleikum, einföldum blómum í júlí - ágúst og þroskar appelsínurauðar nýpur. Hún var komin langt upp fyrir skjólvegginn sem hún óx við og kól aðeins í endana, en blómstraði vel fyrir því.
top of page
Asplenium
Asplenium er ættkvísl um 700 burknategunda í Aspleniaceae ættinni og er af flestum grasafræðingum talin eina ættkvísl ættarinnar. Þetta er breytileg ættkvísl með nokkrum undirflokkum, sem stundum eru flokkaðar sem sér ættkvíslir.
Gardening in Iceland
bottom of page