![](https://static.wixstatic.com/media/a27d24_71a13efc5ae5496e8fd9b27d0f3e0db7~mv2_d_4000_2667_s_4_2.jpeg/v1/fill/w_980,h_653,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/a27d24_71a13efc5ae5496e8fd9b27d0f3e0db7~mv2_d_4000_2667_s_4_2.jpeg)
'Merveille' er gallica rós sem er ekki beint antík, en ég flokka hana nú samt með hinum gallica rósunum á síðunni. Þetta er finnsk rós, ræktuð af Pijo Rautio í Finnlandi, ártalið er eitthvað á reiki, sumar heimildir segja 2005 aðrar 2008. Í öllu falli myndi það teljast til nútímans. Hún er blendingur af óþekktri mosarós og gallica rós.
Ég pantaði mína rós 2017 hjá rósaklúbbi Garðyrkjufélgasins. Hún blómstraði í fyrsta skipti í fyrra, svo það er ekki komin löng reynsla. En hún lofar góðu.