'Fenja' er nokkuð stórvaxinn runni sem getur orðið rúmir 2 m á hæð. Hún minnir nokkuð á meyjarós, en er nettari í vexti og verður ekki eins hávaxin. Þetta er blendingur af davíðsrós (R. davidii) og þyrnirós (R. pimpinellifolia). Hún hefur þrifist mjög vel hjá mér og reynst blómsæl, jafnvel í köldum rigningasumrum. Hún þroskar töluvert af rauðum nýpum sem hanga á runnanum lengi fram eftir vetri. Það eru enn nokkrar nýpur á henni núna sem fuglarnir eru ekki búnir að klára. Hún lifði flutninginn af með glæsibrag, en hefur verið plöguð af fiðrildalirfum undanfarin sumur sem hafa eyðilagt blómgun. Þær hreinsuðu allt lauf af henni í fyrra, sem hún lifði þó af. Ég úðaði hana í sumar og hún hélt laufi og blómstraði svolítið. Hún er ekki á besta stað í garðinu, hún fær síðdegissólina, en er í skugga framan af degi. Hún myndi eflaust blómstra meira ef hún fengi meiri sól.
top of page
Asplenium
Asplenium er ættkvísl um 700 burknategunda í Aspleniaceae ættinni og er af flestum grasafræðingum talin eina ættkvísl ættarinnar. Þetta er breytileg ættkvísl með nokkrum undirflokkum, sem stundum eru flokkaðar sem sér ættkvíslir.
Gardening
in Iceland
bottom of page