Dvergakyndill
![](https://static.wixstatic.com/media/a27d24_17fa23b789c7428bb23276f97aaca888~mv2.jpg/v1/fill/w_980,h_653,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/a27d24_17fa23b789c7428bb23276f97aaca888~mv2.jpg)
Dvergakyndill er yndisleg, jarðlæg steinhæðaplanta sem stendur í blóma frá júní fram í ágúst. Hann vex villtur í fjöllum Grikklands og er því heldur viðkvæmur. Hann lifði bara einn vetur úti hjá mér, en hann gæti sjálfsagt lifað af ef hann fengi skjól frá vetrarbleytu t.d. í köldum reit. Hann þarf mjög vel framræstan, grýttan, helst kalkríkan jarðveg á mjög sólríkum stað.